Nokia 5300-Ofursími !
Ég fékk mér Nokia 5300 í fríhöfninni á leið til Spánar. Það er svakalega skýr myndavél!..alla vega þegar ég var að labba úti tók ég símann upp,og hlustaði á útvarpið,gerði það oft og byrjaði að telja skiptin sem ég missti hann :'D það voru s.s. 4 skipti,og skjárinn var aðeins byrjaður að brotna,en hins vegar allt í lagi. Svo var ég úti á fótboltavelli með einhverjum 2 vinum mínum um 11 leitið og við orum svo heimsk að kasta símunum uppí loftið og vorum eitthvað þvílíkt að flippa,þannig hann varð svartur neðst á skjánum..svo labbaði ég nokkrum sinnum,svo taldi ég 2 meir,og var þá komin með 6 skipti sem ég missti símann. Hann var,jú svolítið skemmdur skjárinn,en allt í lagi. Svo var ég með svona langa tösku,og síminn í henni,og var á leið til vinkonu minnar,steig inní bílinn,og skellti bílhurð á töskuna,og það sást ekkert á skjánum,samt virkaði hann! Það sáust örlitlar rendur á skjánum,svo ég sá svona nokkurn veginn hvað ég var að gera. Svo sendum við hann í viðgerð,og nú er hann eins og glænýr,alveg hefur aldrei verið betri! No piece of junk!! Mæli með honum!!