Er að spá í að fá mér svona síma en þarf að vita 2 hluti; Segjum að ég sé í göngutúr uppá fjalli að chilla. Svo kemur þoka, vindur, snjór og ég villist. Get ég þá tekið upp N95 símann minn og notað hann til að rata í byggð? =) Er þetta GPS dót í honum að virka á Íslandi? Og er ekki örugglega hægt að nota hann bara eins og GPS tæki, skrá punkta og fjarlægðir etc?
Hin spurningin; Hvernig þolir hann svona hvers dags högg, eins og að labba á t.d borðbrún með símann í buxnavasanum og síminn skellur á hana? Langar nefnilega ekki að kaupa mér síma fyrir fullt af pengz ef hann brotnar strax. Hef svolitlar áhyggjur af skjánum og að hann brotni, og mig langar ekki í einhverja tösku til að hafa símann í.
O|||||||O