Nú er spurning hvort þú ætlir að færa yfir á borðtölvu eða fartölvu.
Ef þú ætlar að færa yfir á fartölvu, getur þú notast við Innrauðu-geislana, þ.e. Infrared sendingar úr símanum í tölvuna. Sjálfur notast ég við þessa aðferð, er með Nokia 5140i.
Þá veluru bara, sem dæmi, hverja mynd fyrir sig í símanum (getur tekið smá tíma, ég veit) og í valmöguleikum áttu að geta valið að senda með Innrauðu (send with/via Infrared) og þarft þá að hafa Innrauðu pólana á móti hvorum öðrum, þ.e. Innrauða pólinn á símanum og Innrauða pólinn á tölvunni.
Getur orðið tímafrekt en þú borgar ekki fyrir sendinguna.
Eitthvað af þessu geturðu hugsanlega sent með gagnasendingu yfir á netfang, en það kostar að vísu sinn skilding.
Síminn er einnig útbúinn Bluetooth, sem ætti að virka svipað og Infrared, þ.e. ef tölvan er búin Bluetooth sjálf. Kann sjálfur ekki á þann möguleika þar sem ég er ekki með Bluetooth síma.
Svo er það USB tengillinn. Þú segist vera með eitthvað forrit, sem ég geri ráð fyrir að hafi fylgt með símanum…
Hefuru prófað að stinga símanum í samband við tölvuna í gegnum USB snúruna?
Annars dettur mér ekkert meira í hug…
fletti upp símanum á netinu, þú getur skoðað meira sjálfur á þessari slóð:
http://www.nokia-asia.com/nokia/0,,75447,00.html