jæja ég lennti í því ógeðslega skemmtilega óhappi að gleyma Sony ericsson K750i sem ég hafði átt í 2 vikur í þvottavélina
síminn virkar alveg…eða…það eina sem virkar ekki er myndavélin.
Þegar maður talar í hann þá verður maður líka að tala mjög hátt til að hinn heyri
ég semsagt fór með hann í viðgerð í Símanum þarsem hann er á ábyrgð og þeir sögðust ekki laga síma undir vatnsskemmdum og eftir að hafa skoðað hann þá rukkuðu þeir mig um 1700 kall og sögðust ekki geta lagað hann.
hvernig má það vera? er svona erfitt að redda nýjum Míkrófón í símann svo að hægt sé að tala í hann því að hátalarinn og MP3 spilarinn á honum virkar ennþá a.m.k.
myndavélin má fara en eina svarið sem ég fékk var að þeir gerðu ekki við símann
ég varð ekkert smá pirraður að heyra þetta, fór heim og skrúfaði símann í sundur og þurkaði hann í nótt og setti hann aftur saman í morgun og kveikti á honum en ekkert lagaðist
vitiði um eitthvað gott verkstæði þarsem hægt væri að láta laga mikrofóninn í honum svo ég geti allavega talað í hann?