Ég á Sony Ericsson T610 sem er alveg að gefast upp. Hann titrar stundum ekki þegar hringir (ég þarf oft að hafa á silent). Upp takkinn virkar ekki nema einstaka sinnum og festist þá oft. Um daginn var eins og einhver hefði skipt um PIN-númer en svo virkaði hann eftir 2 daga (ég er alveg viss um að enginn breytti) og svo var kvekt á honum en skjárinn var svartur og ekkert virkaði …
Svo ég er að pæla í að kaupa nýjan síma, en tími ekki alveg að eyða öllum peningunum í það. Hann má ekki vera eitthvað algjört drasl, en má samt ekki kosta mikið. Ég vil Nokia eða Sony Ericsson. Hvaða síma ætti ég að kaupa?