Ég á Panasonic G600 eða eitthvað og keypti mér hann í fríhöfninni fyrir 2 og hálfu ári. Það var engin sérstök ástæða fyrir að ég tók hann. Ég var aðeins að spá í Nokia en það er oft þannig í Fríhöfninni að það er allt búið og maður verður bara að taka það sem er til.
Það sem mér líkar við hann er að hann er frekar nettur og léttur af svona gömlum síma að vera a.m.k. og hann er með lithium rafhlöðu sem þýðir að maður er ekki að eyðileggja hana þó maður hendi honum í hleðslu áður en hann verður rafmagnslaus. Hins vegar hefur hann rosalega galla að það er t.d. ekki hægt að senda SMS beint á númer úr símaskrá heldur verður alltaf að slá númerið inn og hann er ekki með klukku. Loftnetið pirrar mig líka smá því það er alltaf að festast í vasanum hjá mér. Ég held það sé kominn tími á mig að skipta honum út bráðum :)