Vandræði með MMS í Nokia 6101
Mig vantar aðstoð. Er með símamyndavélabloggsíðu og sendi reglulega myndir þangað inn. Alltaf gengið vel þangað til alltíeinu að myndirnar koma helmingi minni út á síðunni. Ég sendi fyrirspurn á bloggsíðuhýsirinn og sagði hann mér að þetta væri stillingaratriði í farsímanum. Bæði myndavélastilling og MMS stilling. Ok. Ég fer í myndavélina og stilli hæstu gæði og stærstu myndina. Það gengur vel. Mér er fyrirmunað að finna MMS stillingar í farsímanum mínum varðandi sendingar með margmiðlun. Bara finn það ekki. Kannast einhver við Þetta hér?