Já ég er með þennan síma sem var svaka fancy svona fyrstu 4 mánuðina þangað til að hann tók flipp.

Þetta er nokia 6101 sem opnast. Hann er grár og svartur á litinn.

Allavega hann er orðinn þannig að stundum þegar ég opna hann þá kemur bara hvítt… myndavélin á honum er líka farin að flippa, ekki að ég noti hana eitthvað.

Ég fór með hann í viðgerð og ég svosem vissi hverju þeir myndu svara; “síminn varð fyrir höggi” eða “síminn varð fyrir rakaskemmdum”.

En ég fékk fyrra dæmið “síminn varð fyrir höggi” nema hvað??

Ég hef aldrei misst hann, hef alltaf farið vel með hann. Þeir hjá OgVodafone sögðu mér að hann hefði verið fyrir höggi og þetta myndi kosta mig 7000 kall. Ég keypti símann á 20.000 kall.

Ég er búinn að spyrja 2-3 sem eiga alveg eins síma og þetta er að gerast hjá þeim líka, og þau segjast heldur aldrei hafa misst símann. Ein stelpa sem ég þekki fékk símann sendan til Svíðþjóðar til að laga þetta og fékk viðgerðina fría því pabbi hennar var víst mjög harður við afgreiðslufólkið og vildi ekki láta Íslendinga gera við þetta því þeir myndu bara klúðra þessu… og hún segist þekkja nokkra sem hafa lent í þessu.

Ég höndla ekki að fara að borga 7000 kall fyrir viðgerð á síma sem ég hef aldrei misst og ekkert komið fyrir. Ég er búinn að eyða slatta af pening í þetta fyrirtæki… svona 3000 kall á inneign á mánuði, auk þess að kaupa símana mína þarna og mér finnst þetta óþolandi!

Er að spá í að draga pabba með mér og hamra á þessu liði því þetta er bara bull.

Hefur einhver hér lent í þessu???