Þannig er mál með vexti að ég leyfði 1. árs frænku minni að leika sér með símann því hún elskar að vera með síma…ég skrapp aðeins frá og tók hann síðan af henni aðeins seinna því hann var alveg útslefaður. Veit ég ekki þá að eitthvað er að fyrr en það er hringt í mig. Ég svara símanum (þetta er samlokusími btw. fyrir þá sem ekki vita, það skrýtna er að frænka mín getur ekki opnað hann og það voru vitni í kring sem staðfestu að hún hafi ekki gert það) en heyri síðan ekkert hljóð. Kíki á símann en hann sýnir að ég sé búinn að svara og að það sé einhver á línunni.
Gerist þetta nú bara í öll næstu skiptin, gerðist fyrir 2 dögum þegar þetta er skrifað, en ennþá kemur ekkert hljóð. Sumir sem hafa hringt í mig en segjast samt hafa heyrt í mér svara en ég samt heyri ekki neitt. Prófaði ég þá að fara í einhverja leiki til að sjá hvort að hljóð kæmi þar en ekkert hljóð er þar heldur. Allt hljóð farið úr símanum.
Ég var nú búinn að taka eftir merkinu sem er á skjánum utan á símanum og er það mynd af headphone með mic á, svona eins og er þar sem maður tengir handfrjálsan búnað við símann.
Held að það tengist einhvern vegin handfrjálsum búnað en ég er búinn að fara í gegnum manualinn sem fylgdi símanum og finn ekkert.
Vildi gá hvort einhver hérna gæti hjálpað mér áður en farið væri með hann í viðgerð:/
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”