Fyrir hverja er Kollekt?
——————————————————————————–
Frelsisnotendur - Geta hringt án þess að nota inneignina sína
Frelsisnotandi sem á litla eða enga inneign getur alltaf hringt í aðra viðskiptavini Símans GSM á þeirra kostnað ef þeir samþykkja það.
Foreldra ungra Frelsisnotenda
Þjónustan stuðlar að auknu öryggi foreldra ungra Frelsisnotenda þar sem börnin geta alltaf hringt og látið vita af sér þó engin inneign sé á Frelsisnúmerinu.
Fyrirtæki
Nýtist fyrirtækjum sem nýta einkasíma starfsmanna, starfsmenn geta hringt í fyrirtækið á kostnað þess.
——————————————————————————–
Hverjir geta notað Kollekt?
——————————————————————————–
Allir GSM notendur hjá Símanum, bæði þeir sem eru í fastri áskrift og Frelsi.
Undantekningar eru:
Stofna Kollekt:
GSM-númer í Centrex fyrirtækjaáskrift geta ekki nýtt sér þessa þjónustu, þ.e. ekki valið *888*, en þau geta samt sem áður móttekið Kollekt símtöl
Ekki er hægt að stofna til Kollekt símtala í útlöndum.
Móttaka Kollekt:
Sé númerið sem móttekur ekki GSM hjá Símanum, eða flutt með símtalsflutningi í annað númer.
Sé númerið sem móttekur með höfnun (læsingu) fyrir þjónustuna.
——————————————————————————–
Númerabirting fyrir Kollekt
——————————————————————————–
Móttakandi Kollekt símtals sér á skjánum sínum 1888xxx-xxx..þ.e.1888 er forskeyti sem birtist á undan öllum Kollekt símtölum. Forskeytið 1888 sem kemur í númerabirtingu aðgreinir Kollekt símtöl frá símtölum frá öðrum símtölum.
——————————————————————————–
Kollekt í útlöndum
——————————————————————————–
Hægt er að móttaka en ekki stofna til kollekt í útlöndum
Athugið að það sama á við um Kollekt og önnur móttekin símtöl erlendis, að greitt er fyrir að móttaka öll símtöl skv. gjaldskrá erlenda farsímafyrirtækisins (þetta gjald leggst ofan á “venjulegt” mínútuverð)
Þeir sem móttaka Kollekt símtal í útlöndum greiða því sérstaklega fyrir móttekið reikisímtal, þetta á líka við um upphafsfrasa símtalsins sem annars er gjaldfrjáls ef kollekt símtal er móttekið hér heima
——————————————————————————–
Höfnun á Kollekt
——————————————————————————–
Viðskiptavinir í GSM áskrift geta fengið höfnun (læsingu) á Kollekt. Höfnun þýðir að ekki er hægt að hringja kollekt í þau númer sem hafa sótt um höfnun.
[af siminn.is]