Ég hef aðeins verið að nota Ericsson T610 farsímann sem módem í PowerBook fartölvunni minni og það eina sem ég þurfti að gera á símanum var að kveikja á bluetooth-inu (hehe, blátannabúnaðinum). Restin var stillingaratriði í tölvunni sjálfri.
Þú ert reyndar með PC vél, en kanski hjálpar þetta infó (ath. að þetta virkar líklega bara já Símanum, ef þú ert hjá OgVodafón, verðurðu að bjalla á þá og finna út stillingarnar).
Það eina sem þú þarft að fylla út er Telephone number reiturinn, restinn á að vera auð, þar á meðal username og password, það ætti að vera stillt inn í gsm símann þinn.
-Dial number: *99***1#
-Configure IPv4: Using PPP
-Haka við “Use Passive FTP Mode (PASV)
-Modem: Ericsson T39 9.6
-Haka við ”Enable error correction and compression in modem“
-Haka við ”Wait for dial tone before dialing“
-Haka við ”Show Bluetooth status in menu bar“
Allt annað skal vera autt/óhakað. Síðan til þess að tengjast kveikirðu á bluetooth í gemsanum þínum og velur ”Connect" úr stillingunum.
P.s. Ég á bráðum að halda tvo PowerPoint fyrirlestra í listasögu og gaman væri að vita hvernig ég get notað símann sem fjarsteringu. :P