Bluetooth (eða á íslensku “Blátannabúnaður”) er þráðlaus tækni frá Motorolla, held ég, sem gerir tveimur eða fleiri raftækum að skiptast á upplýsingum innan ca. tíu metra radíus.
Það virkar ósköp svipað og Infrared dæmið, ef þú kannast við það, nema að það er alveg sama hvernig tækin snúa og hve langt þau eru í burtu (svo lengi sem það er innan ca. tíu metra).
Bluetooth er ekki einungis í farsímum heldur líka í t.d. fartölvum og einstaka heimilistölvum.
Ég nota Bluetooth-ið á símanum mínum til þess að tengjast netinu þráðlaust hvar sem er í gegn um símann með fartölvunni minni. Líka til þess að henda í tölvuna alls konar myndum og drasli þegar síminn er að verða fullur eða til þess að skella á netið. Einnig get ég sent myndir úr tölvunni í símann og koma þær oftast mun betur út en þær sem ég tek með símamyndavélinni.
En það er hægt að gera fleira:
-Þráðlaust headset er rosalega þægilegt fyrir þá sem að eru mikið að keyra t.d. og þá sendir bluetooth búnaðurinn símtalið til heyrnatólanna og heyrnartólin svo aftur í símann.
-Þú getur notað bluetooth símann þinn til þess að fjarstýra tölvunni þinni, t.d. til þess að fletta glærum í PowerPoint eða skipta um lag í iTunes.
-Sony Ericsson gaf nýlega út agnarsmáan fjarstýrðan bíl sem notast við bluetooth í farsímum til þess að stýra sér.
-Þú getur farið í tveggja manna leiki í símanum þínum með bluetooth og samt snúið baki í andstæðinginn.
-Þú getur skipst á símadótaríi (myndum, hljóðum og hringingum) við aðra sem eru með bluetooth.
-Nýjustu Motorolla símarnir eru þannig úr garði gerðir að nóg er að strjúka tveimur símum laust saman og þá eru báðir aðillar komnir með símanúmer (og annað sem þeir hafa stillt inn fyrir svona fluttninga s.s. e-mail o.fl) hins.
Ég hef eflaust gleymt eitthverju, en ég læt þetta duga í bili. :)
Vonandi svarar þetta spurningunni þinni. :)