Ef hann er frá því að pólýtónarnir komu fyrst, þá myndi ég segja að hann væri orðin svolítið gamall.
Hann býður bara upp á 16 rása hringitóna, en mikill hluti MIDI laganna sem síminn notar sem hringitóna nota fleiri en 16 tóna og/eða eru á formati sem að síminn þinn skilur ekki.
Símarnir tóku stökk í þróun þarna með litaskjái, myndavélar og pólýtóna og ekkert rosalega snyðugt að kaupa síma á þessu tímabili, en þú getur huggað þig við það að hann var ekkert ofboðslega dýr.
Ef þú villt geta notað mikið af pólýtónum, þá mæli ég með Ericsson síma handa þér. T610 týpan er að hrapa rosalega í verði. Flestir Nokia símarnir sem ég hef testað pólýtóna á hafa annað hvort ekki getað spilað nógu mikið af tónum eða þá að þeir hljóma illa í þeim. Nýrri Motorolla símar eru líka fínir varðandi pólýtónanna.
-Vonandi hjálpaði þetta. :)