Ég var að pæla í einu….
ég á Ericsson A2618s síma og u.þ.b. 5 mín eftir að ég keypti hann komst ég að hver var helsti gallinn: Það er eins og síminn sjálfur sé ekki nógu öflugur fyrir stýrikerfið því að t.d. þegar ég skrifa sms líður alltaf smá tími frá því að ég ýti á takkann og að stafurinn kemur á skjáinn. Í byrjun sms-ins er þetta nokkuð snöggt, en þegar líður á skilaboðin getur liðið allt að tveimur sekúndum frá því að ég ýti á takkann 2 og þangað til að stafurinn A kemur á skjáinn. Þetta er algjörlega óþolandi og ég var að velta fyrir mér hvort einhver kannist við þetta og/eða viti hvers vegna þetta er?