Hæ.
Ég fékk svona motorola E365 síma í jólagjöf og var ég hæst ánægður með það, en mér finnst skrítið að það sé ekki hægt að ná sér í pólýtóna o.s frv. á vit.is, gæti einhver svarað því fyrir mig ? Jafnvel sagt mér url á síðu þar sem að ég get náð mér í flotta fídúsa fyrir símann minn.

Síðan er annað vandamál, það er sambandi við þetta wap dæmi.
Ég veit að það standa upplýsingar um þetta út um allt á netinu en ég gat alveg eins skrifað þetta með í bréfinu og fengið einhver vel skilgreind svör !

Kv,
Magnus Karl Stefánsson