Ég á síma sem er Nokia 3310 og hann er ekkert svaka flottur sími en eitt er gott við hann og það er það að þeir eru ógeðslega sterkir, sko ég hef misst síminn minn í gólfið og jörðina svona þúsund sinnum en samt er hann í fínasta lagi. Svo á einn af bestu vinum mínum á sími sem er líka 3310 og hann er búinn að missa hann svo oft að frontið er mölbrotið en síminn er alveg eins og nýr. Svo gamli síminn minn sem var Nokia 3210 ég missti hann ofan í Coco Puffsið mitt og það slöknaði á honum og ég hélt að hann væri ónýtur en síðan brufaði ég að hlaða hann og þá var allt í lagi með hann, hún mamma mín notar þennan síma núna og hann er alveg eins og nýr. En þetta sínir bara að Nokia símar eru ógeðslega sterkir. Ég held að símar með myndavélum og þannig símar séu aumari og eyðileggjist kannski ef maður missir hann einu sinni í gólfið, en ég er ekki viss um það.

Kveðja Birki