Samkvæmt grein frá fréttastofunni Associated Press var GSM-síminn fundinn upp af Martin Cooper, sem á þeim tíma var varaforstjóri raftæknifyrirtækisins Motorola. Í greininni segir að hann hafi hringt fyrsta símtalið frá götuhorni í New York. Talið er að hann hafi hringt í keppinaut Motorola, fyrirtækið AT&T og sagt: “Við gátum það!” - eða eitthvað svipað. Motorola kynnti GSM-símann árið 1983 eftir 5 kynslóðir, 15 ár og 90 milljónir Bandaríkjadala.
Til gamans má þess geta að stafræn farsímatækni er byggð á leynilegri tækni sem bandaríski herinn hefur notað síðan 1950. Tæknin var fundin upp af leikkonunni Heddy Lamar og fleirum um 1940.