Þetta er löglegt enda er símafyrirtækið að tryggja sér viðskipti (þín) áfram með þessum hætti. Í byrjun var hinsvegar ekki endilega tekið fram að síminn væri læstur á bara eitt dreifikerfi og þá fyrst eru svona viðskipti orðin varasöm. Hinsvegar geta þeir boðið svona síma á hagstæðara verði. Hvern langaði ekki í síma í BT á 1 krónu þangað til að smáa letrið var skoðað. Þetta var einfaldlega góð leið til að rukka þig (kúnnan) fullt verð og vel það fyrir símann, ….en bara hægar svo að þú takir síður eftir því að í raun var okrað á þér.
:)
Þeir þurfa ekki að leggja mikið á símann ef þeir geta verið vissir um að síminn geti bara notað þeirra dreifikerfi. Þannig geta þeir verið vissir um að á meðan síminn er í umferð þá fá þeir peninga en ekki aðrir. Meðal ending á síma hefur verið 2-3 ár þannig að dæmið er auðreiknað:
Kúnninn kaupir læstan síma á 1 kr með áskrift uppá 790kr í 12 mán.
Heildarkostnaður við það er: 9481,-
Svo er það mánaðargjald 600kr í t.d. 2 ár: 14.400,-
Samtals: 23.881 bara í kostnað.
Tekið af OG Vodafone siðunni og reikað fyrir “ódýrasta” símann (3310).
Hér hef ég ekki minnst á mánaðargjöldin af kreditkortinu sem verður að tengja símann við. (þ.e.a.s. þeir sem eru svo heppnir að nota ekki slík kort hafa ekkert með þetta “tiboð” að gera).
Það er líka bara OG Vodafone og BT sem hafa símana svona. Ég veit ekki til að Landsíminn sé að læsa símunum sem þeir selja á þennan hátt enda er verðið þar allt annað.<br><br>___________________________________________________
Einhverra hluta vegna var ekki meira skrifað??
___________________________________________________