Ég var að spá í hvort einhver ætti þennan síma? Ef svo væri, hvernig lýst ykkur á? Er mikið að spá í hann, hefur allt sem ég þarf í síma. Annars er slagurinn á milli Nokia 8910i og þessum.. einhver ráð eða tillögur?
Það er líka hægt að senda myndirnar úr honum í tölvu með Innrauðu tengi og Bluetooth.
Þú opnar myndina í símanum, velur More og Send. Veldu síðan Infrared og beindu toppnum á símanum að innrauða tenginu á tölvunni.
Að senda myndir í símann úr tölvu: Kveiktu á innrauða tenginu (More > Turn on Infrared) og beindu því á móti innrauða tenginu á tölvunni. Wireless link icon birtist á skjánum á tölvunni. Dragðu myndina yfir það og slepptu.
Að því ógleymdu að núna er hægt að fá T610 með íslenskuðu lyklaborði.
Til að geta slegið inn Þ og Ð á T610 (Og reyndar T310 líka) getur þú farið með símann á Þjónustuverkstæði Símans í Ármúla 27 og látið uppfæra hugbúnaðinn í símanum.
Eftir uppfærsluna þarf að stilla lyklaborðið á íslensku: Farðu inn í valmynd símans og finndu þar Settings valmyndina. Flettu niður að Language og ýttu á Yes. Veldu Input og hakaðu við Icelandic.
Til að skrifa íslenska sérstafi í SMS þarft þú að ýta á Options takkann (þegar þú ert inni í Write new SMS valmyndinni) og velja National char. Og stilla það á On.
Athugaðu bara að séríslenskir stafir í SMS skilaboðum geta valdið því að skeyti birtast ekki þegar SMS eru send í eldri síma á borð við Nokia 3310.
Ég keypti mér um daginn Bluetooh USB Adapter frá Expert, kostaði um 6þús en er mjög þægilegur til að ná myndonum úr símanum og geta synchronize símann við outlookið. Þetta er snildar tól og ég mundi mæla með því
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..