Þetta eru tveir mjög ólíkir símar. 2100 er “plain” sími án WAP/GPRS/Lita en 3510i er meira (lélegt)leikfang. 3510i myndi ég persónulega ekki snerta þannig að ég myndi frekar mæla með 2100 sem er frekar snyrtilegur “sími”.
Nokia 6600 er mjög sölulegur sími! Verst að hann kemur ekki á markað fyrr en seinnipart ársins.
Ég myndi skoða samkeppnina við hann líka. SonyEricsson P800 er sími í sama klassa.
Ef verið er að spá í Nokia 2100 vs. Nokia 3510i myndi ég mæla með 3510i, eða jafnvel SonyEricsson T310 sem er mjög snyrtilegur sími og pakkaður af eiginleikum. Hann er til dæmis með innbyggt tölvupóstforrit.
P800 ?? er það ekki stóri hlunkurinn sem kom fyrr á þessu ári. Það er varla hægt að tala um síma, heldur lófatölvu með innbyggðum síma, sem helst verður að geyma í tösku sem drastlast verður með öllum til ama.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..