Þetta gerirðu bara með skástrikum, svigum punktum, kommum og bara öllu sem þú getur fundið af stöfum og stafatáknum (skoðaðu bara táknin í því sem ég setti í síðasta póst). Setur síðan fullt af bilum á milli stafanna þannig að táknin séu á réttum stöðum.
Hinsvegar er þetta að verða óvirkt í dag því að nýjir símar eru farnir að vera með svo mismunandi stórum skjám. Þetta virkaði best þegar 3310 var nýr.
Þeir sem voru hinsvegar með 6210 fengu svona skilaboð öll brengluð og skrýtin því að þeirra símar eru með 5 línur á skjánum en hinir allir (þá) voru með 4 línur.
Ef þú vilt hinsvegar vera flottastur í þessum “old style” skilaboðum þá seturðu hornklofa [] á undan boðunum. Þá eiga skilaboðin að blikka. Ég fékk einu sinni jólatré með blikkandi ljósum… (eða öllu heldur * ). Var nokkuð flott í gamla daga (árið 2001). Ég hef að vísu ekki prófað þennan fítus sjálfur en las um það að hann færi í gang með hornklofum (las það að sjálfsögðu hér á huga.is).
Enjoy!!
<br><br>___________________________________________________
Einhverra hluta vegna var ekki meira skrifað??
___________________________________________________