Í gær fæ ég þessi skilaboð í glænýja símann minn: Sitjum fyrir framan Notre Dame kirkjuna og biðjum að heilsa ykkur öllum. Mamma og pabbi.

hmmm ég skrifaði til baka: Ég er hérna ókunnug kona sem fékk skilaboðin ykkar og vildi bara láta ykkur vita að þau fóru ekki á réttan stað. Góða skemmtun í París.

Svo seinna kannast ég við númerið og man að kona skólastjórans sagði mér að þau væru að fara til útlanda. ÞEtta var þá þeirra númer og hún skrifar til baka: Sorry:)