Jæja, þá lét ég skilið við minn Nokia 3210 og fékk mér 3310. Vinkona mín mælti með honum í gær. Gat ekki sent skilaboð lengur úr þessum gamla þó ég væri búin að setja inneign í hann í gær. Fegin að ég lét loks verða af því að kaupa nýjan sem nú er í hleðslu og verður tilbúinn kl 11 í fyrramálið JIBBÍÍÍ :D
þvílíkt drasl sem þessi gamli var orðinn, enda 4ra ára eða meira. Nú er hægt að fá sér fleiri en eina hringingu í einu frá netinu í símann:D Get ekki beðið eftir að hleðslan klárist. Hver á Nokia 3310 sem getur sagt mér nánar um símann á meðan hann hleðst? Einhver sniðug ráð? ;) Fékk nebbla leiðbeiningar á dönsku, en finnst betra að hafa þær á íslensku. Fékk leiðbeiningar um 3510 í staðinn sem hefur sömu valmynd en samt eitthvað annað sem 3310 hefur ekki.