sælt veri fólkið!

ég var að spá hvort einhver hér viti hvort símaframleiðendur séu farnir að framleiða síma sem hafa þann möguleika að setja password inboxið í Messages dæminu. mér finnst það alveg vanta á þessa síma því að það er nú oft að maður vill kannski ekki að hver sem er geti tekið símann manns upp og skoðað smsin manns… en auðvitað er hægt að redda þessu með því að láta símann aldrei frá sér, en það er nú amk þannig með mig að þótt ég reyni það þá gerist oft að maður gleymir þessu á einhverri hillu eða bekk og svona… og þá eru rottur fljótar að skoða öll manns sms sem maður hafði kannski viljað að yrðu ekki opinber… eða þannig. tæknin í símum ætti amk ekki að hindra það að þetta yrði gert, en bara spurning hvort það séu fleiri en ég sem finnst þetta gæti orðið gagnlegt.

en jájá, þetta er svona hugmynd ef ekki er búið að framkvæma hana í einhverjum símanum.. veit ekki um það. en þangað til verða mann bara að sleppa því að geyma sms í inboxinu sem maður vill ekki að aðrir lesi og það er audda mjög lítið mál! svo bara að muna að hafa símann á sér svo að fólk sé ekki vaðandi í þetta eins og einhvern nammipoka! ;)



::maxbox::