Stolnir farsímar gerðir óvirkir

Stolnir farsímar gerðir óvirkir
Þúsundir stolinna eða týndra farsíma hafa verið gerðir ónothæfir af farsímafyrirtækjum í Bretlandi en um er að ræða nýja baráttuaðferð til að stemma stigu við sívaxandi stuldi á farsímum. Alls hafa farsímafyrirtækin gert um 440 þúsund farsíma óvirka, að því er fram kemur á Netmiðlinum Ananova. Öll farsímafyrirtækin skiptast á upplýsingum um glataða farsíma og vista þær í sameiginlegum gagnagrunni. Með þessu móti er unnt að loka algerlega fyrir símana, jafnvel þótt skipt sé um SIM kort. Þá hafa farsímafyrirtækin tilkynnt um sameiginlegt símanúmer sem farsímanotendur geta hringt í glatist síminn – og þá er hann samstundis gerður óvirkur. Herferðin hefur verið ítarlega kynnt undir slagorðinu: “Stolen phones don´t work any more”.