Ég fór að hugsa um þetta þegar ég svaraði könnuninni sem er núna. Annað slagið hafa símafyrirtækin verið með tilboð fyrir notendur sína *2 kr. að senda sms í dag og á morgun* og þess háttar. Persónulega held ég að ef að þessi siður yrði tekin upp alfarið, s.s. að það myndi alltaf kosta 2 krónur að senda sms þá myndu þeir ekki græða á þessu. EN þeir hljóta að græða á þessu þegar þeir hafa þetta svona við og við, því að bókstaflega allir sem frétta af þessu senda bara og senda. Og þeir hljóta að græða… annars veit ég ekki.
En ég vona bara að það fari að koma svona aftur, það minnkar svo inneignar eyðslu. Mig minnir að seinast þegar þetta var bara í einn dag hafi ég eytt um 300 kalli sem jafngildir næstum 1500 krónum. Þannig að þetta sparar manni mikið :)
Ég myndi vilja hafa það þannig að einu sinni í mánuði, þá bara einn dag í senn, kostaði 2 kr. að senda sms, og símafyrirtækin myndu bara ákveða það í sameiningu og hafa þetta tilboð öll í einu. Þá myndu þau græða ennþá meira, því að ef t.d. Síminn er bara einn þá vilja þeir sem ekki eru hjá símanum ekkert eyða sinni inneign í þá sem spara næstum 5 x meira;)
Er þá ekki bara hægt að gera eitthvað í þessu, koma þessari hugmynd á framfæri;)