Mamma er sú eina sem vill ekki að ég fái farsíma(gemsa) pabba finnst það í lagi,ömmu,afa og bara öllum. Mamma segjir að það skemmir krakka ef þeir fá farsíma(gemsa) ef þeir eru ekki orðnir 15 ára! Það er ömulegt ekki satt?
Hvernig skemma gemsar mann? Hefur þú orðið fyrir skemmdum vegna gemsa?
Mér finnst þeir bara þægilegir. Það er bara eins og með alla nýja tækni að fólki finnst hún oft óþarfi og síðan óþarfi fyrir suma þar til fólk sættist á að þetta séu bara þægindi. Sama bara með venjulega síma þegar þeir komu. Mörgum þótti þetta bara óþarfi.
Og fólk er ennþá afturhaldssamara með uppeldi barna. T.d. var mjög algengt að börn væru send í sveit öll sumur vegna þess að það þótti hræðilega skemmandi fyrir börn að alast upp í borginni í staðinn fyrir að vera þrælað út í sveitavinnu. Líka var í gamla daga ekki talin þörf á að börn ættu úr en í dag eiga líklega flestir krakkar úr. Ég held að það verði það sama með gemsana. Aldurinn er þegar að færast neðar og neðar og eftir nokkur ár verða það bara sérvitringar sem gefa börnunum sínum ekki GSM þegar þau byrja í skóla.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..