Farsímar frá finnska fyrirtækinu Nokia virðast bila oftar en aðrir símar, að því er kemur fram í könnun sem gerð var á vegum norska ríkissjónvarpsins, NRK. og verður birt í kvöld. Fram kemur í norska netmiðlinum Nettavisen að þriðji hver eigandi Nokiasíma þurfi að fara með síma sinn í viðgerð á fyrstu sex mánuðunum eftir að símarnir eru keyptir.


Tekið af mbl.is