Finnski farsímaframleiðandinn Nokia varaði í gær við hættum sem geti stafað af ólöglega framleiddum eftirlíkingum af farsímavarahlutum eftir að Nokia-sími, sem í var þannig rafhlaða, sprakk í skólastofu. Stofan var full af nemendum en engan sakaði.
Eigandi símans, 15 ára Norðmaður, sagðist hafa keypt rafhlöðuna hjá norrænu póstsölufyrirtæki því að rafhlöður frá Nokia hefðu verið tvöfalt dýrari. “Ég hef aldrei heyrt um svona atvik áður og við erum auðvitað fegin því að engan sakaði,” sagði Kari Tuutti, fulltrúi Nokia, í samtali við AFP. Lögreglan í Noregi hefur málið til rannsóknar.
tekið af <a href="http://www.mbl.is/">www.mbl.is</a