Ég hef verið að harka með 5110 í nokkuð langan tíma en lendi svo í þeirri ógæfu að hann blotnaði. Allt í lagi með það skjárinn úti í smá tíma en kom svo inn aftur nema það vantaði eina línu.(Ef einhver vill kaupa þá er hann til sölu;) Á dögunum sá ég þetta snilldar tilboð hjá símanum 4000 kall í inneign ef keypt var fyrir ákveðna dagsetningu hjá þeim. Ég renndi við og fór að skoða og féll fyrir einum af þeim nýju, 3510. Polyphony það er málið plús gprs sem er ekkert nema snilld þegar á að fara á wap. Eini ókosturinn við símann er hve nýr hann er(hey það er samt kominn nýr sími 3510i sem er með litaskjá:( ). Hringitónarnir eru á skornum skammti og þó ég hafi náð forrit sem á að gera þannig tóna þá hef ég ekki hundsvit á því hvernig skal fara að. Að auki hefur þessi sími frosið nokkru sinnum þegar ég hef verið að wap-a. Má kannski skella skuldinni á hve frumstætt wap er en hey það er ekkert gaman að hafa íspinna í stað síma.
Einkunn ****/*****(mínus fyrir wap-íspinna)