Nokia var að kynna nýjann síma sem á að koma á markaðinn snemma árs 2003. Hann ber hið frumlega nafn 3650. Þetta er stór sími, það er eitthvað sem verður sko ekki tekið frá honum! Jafnvel við hliðina á eldri bróður, 7650 er 3650 stór. Hann er eiginlega svo stór að það mætti kalla hann “símstöð”, múrstein eða eitthvað annað niðrandi orð fyrir stóra hluti. Allavega verður þetta einn stærsti GSM síminn á markaðnum þegar hann kemur.
Hann er með innbyggða myndavél sem getur tekið upp stutt video myndskeið. Hann hefur MMS Polyphonic hringitóna, Bluetooth og er TriBand sími, sem þýðir að hægt verður að nota hann í Bandaríkjunum. Auk þess er uppröðun takkanna á þessum síma sótt til gömlu Ericsson skífusímanna sem voru til á hverju heimili fyrir langa löngu. Tökkunum er ekki raðað í 3x4 kassa heldur í hring.
Ég hef heyrt að verðið á honum verði í upphafi c.a. 30 til 40 þúsund kall. Þá er það spurningin:
Myndi ég vilja eiga svona múrsteinssíma?
Ég held… ekki.