Farsímar, fartölvur og almenn græjusýki
Ég er forvitinn að vita hversu margir eru virkilega að nýta símana sína? Notið þið WAP að ráði? Tengist þið netinu með Bluetooth? Sækið þið póstinn ykkar í símanum? Ég er sjálfur svaðalekt tækjafrík. Ég kaupi síma því ég veit að ég á eftir að nota þennan og hinn fítusinn, en þegar hann er kominn í vasann minn er hann enn ein græjan í safnið. Það er reyndar eitt sem mig langar í núna, og það er síma með Bluetooth, svo ég geti nettengst hvaðan sem er. Ég lendi nefnilega í því fyrir nokkrum dögum að það hefði sparað mér mikið vesen að hafa þann möguleika. Ef ég á að segja eins og er, þá finnst mér Sony-Ericsson T68i og Nokia 7650 (þrátt fyrir að vera stór) langflottustu kostirnir. Hvað finnst ykkur?