Sumarið er komið og núna fara fyrstu símarnir að koma sem voru kynntir á CeBIT tæknisýningunni í Þýskalandi. Ég var svo heppinn að fá að fara og berja dýrðina augum. Ég ætla að stikla á stóru um þá síma sem við erum að fara að sjá í búðum hér á Íslandi:
SonyEricsson P800:
Lófatölva með innbyggðum farsíma. P800 er með 65 milljón lita skjá, innbyggða digital myndavél, GPRS, Bluetooth, MMS, J2ME, hægt er að samkeyra dagbók símans við Outlook eða Lotus Notes og fleira og fleira. Þessi sími lofar góðu.
SonyEricsson T68i:
Þetta er sá sími sem mér leist best á eftir CeBIT sýninguna. Lítill og handhægur en samt pakkaður af fídusum. T68i er nákvæmlega sami sími og Ericsson T68m, eini munurinn felst í nýjum hugbúnað og nýrri framhlið. T68i er fyrsti MMS síminn á markaðnum, við hann má tengja stafræna myndavél og senda úr símanum með MMS. Hann býður meðal annars upp á GPRS, Bluetooth, MMS, EMS, SMS, innbyggt tölvupóstforrit, dagbók sem samkeyra má við Outlook eða Lotus Notes, 800 kb geymslu fyrir skjámyndir, hringitóna og fleira, Themes til að stjórna litum skjámynda og fleira og fleira.
Þeir sem eiga T68m geta farið með hann á í næstu Þjónustumiðstöð Símans og látið uppfæra hugbúnað símans til að hann verði eins og T68i í notkun.
T68i er kominn í sölu.
Ericsson R600:
Einfaldur og ódýr GSM sími frá Ericsson. Þetta verður síðasti síminn sem kemur á markaðinn undir merkjum Ericsson. Hann er svipaður á stærð og T68 síminn, en verður mun ódýrari, líklegast í kringum 20 þúsund kallinn. Hann býður meðal annars upp á GPRS, EMS, hægt verður að breyta litnum á skjá símans og fleira.
R600 er væntanlegur í Júní 2002
Nokia 3410:
Í raun er þetta einfölduð útgáfa af 6210 sem búið er að pakka í umbúðirnar utan af 3310 símanum. Það sem er nýtt í þessum síma er Java stuðningur. Einfaldur og ódýr sími, á eftir að taka við af 3310 býst ég við.
Nokia 3410 er kominn á markaðinn.
Nokia 3510:
Hér erum við að tala um aðeins skemmtilegri síma, þótt mér hafi þótt hann ansi ljótur! Þetta er fyrsti Nokia síminn sem býður upp á Polyphonic (fjölrása) hringitóna. Auk þess er hann með GPRS, getur tekið á móti MMS skilaboðum og þrenns konar frontar verða í boði fyrir hann, venjulegur frontur, leikjafrontur og eins konar “action” frontur sem er með innbyggðum blikkljósum.
Nokia 3510 er væntanlegur á markaðinn bráðlega.
Nokia 6310i:
Nokia 6310 er síminn sem var kynntur á CeBIT í fyrra. 6310 átti alltaf að vera Tri Band. Núna kynnti Nokia 6310 i sem er alveg eins og 6310 en til viðbótar hefur hann Tri Band möguleikann og Java stuðning. 6310 mun víkja fyrir 6310i.
Væntanlegur á markaðinn núna á næstunni.
Nokia 8910:
Arftaki 8850. Glæsilegur sími með GPRS, WAP og Bluetooth. Skjárinn á honum er 4 grátóna. Hann er samt mest gerður fyrir útlitið.
Væntanlegur á markaðinn í haust.
Nokia 7210:
Fyrti GSM síminn frá Nokia með litaskjá. Skjárinn getur birt 65 þúsund liti. Hann hefur Polyphonic hringitóna auk þeirra venjulegu, Tri Band, GPRS, MMS, og POP Port tengi sem er nýja botntengið hjá Nokia. Það mun bjóða upp á nýja möguleika í aukabúnað sem tengja má símanum.
Þessi sími er væntanlegur í lok ársins 2002
Nokia 7650:
Þessi sími er sambærilegastur við SonyEricsson P800. Það að kalla hann síma er samt ósanngjarnt, því hann er miklu meira en það. Hann hefur innbyggða stafræna myndavél, Bluetooth, GPRS, MMS og 65 þúsund lita skjá. Þessi sími er þó leiðinlega stór.
Væntanlegur á markaðinn á þriðja ársfjórðungi.
Motorola T280i, V60i og V66i:
Sömu símar og áður (þeir heita sömu nöfnum og áður bara ekki með i)
Gömlu símarnir hafa 4+1 GPRS. Nýju módelin af þessum símum verða auk þess með EMS og bláum skjá.
V60i verður einnig með skiptanlegum skeljum.
Væntanlegir á markaðinn seinni hluta ársins.
Tækninýjungar sem við eigum eftir að sjá í símum sumarsins:
Polyphonic hringitónar:
Hringitónarnir sem við þekkjum í dag geta bara spilað 1 tón í einu. Polyphonic tónar geta spilað allt að 16 tóna í einu. Hringitónninn minnir því mun meira á lag eða lítinn lírukassa. Samsung SGH N620 verður væntanlega einn fyrsti síminn á markaðinn með Polyphonic tóna.
J2ME:
J2ME stendur fyrir Java to Mobile Equipment. J2ME gerir kleift að skrifa litla forritabúta sem hægt er að hlaða niður í símann og nota þar. Forritin geta verið af ýmsum toga allt frá tölvuleikjum (Ég spilaði Moorhuhn á J2ME síma á CeBIT) til einkabankaforrita.
EMS:
Enhanced Messaging Service gerir eigendum Ericsson, SonyEricsson, Motorola, Siemens og Alcatel síma kleift að senda hringitóna, myndir og hreyfimyndir sín á milli. EMS gerir einnig kleift að breyta útliti texta (Bold, Italic, Underline osfrv). EMS er komið í gagnið. Ef EMS skeyti er sent í síma sem ekki styður EMS á hann að sýna textann í skeytinu og hunsa hitt.
MMS:
Multimedia Messageing Service gerir kleift að senda ljósmyndir, hringitóna, litlar hreyfimyndir og fleira á milli síma. Með MMS er hægt að senda sama skeytið í GSM síma eða í tölvupóst. Ef MMS skeyti er sent í GSM síma sem ekki getur birt það fær notandinn textann úr skeytinu og skilaboð um að sækja megi restina af skeytinu á tiltekna vefsíðu. MMS kemst varla í gagnið á Íslandi fyrr en seint á þessu ári eða byrjun þess næsta.
Þá er það nú komið. Ég tel að sú forysta sem Nokia hefur haft hingað til sé aðeins að molna. Hinir framleiðendurnir á markaðnum eru farnir að narta ítrekað í hælana á Nokia. Til dæmis þykir mér SonyEricsson P800 mun meira spennandi tæki en Nokia 7650.