Eru Þeir Virkilega Óhollir???
Mikill umfjöllum hefur verið undanfarið um kosti og ókosti við að tala í GSM síma og þá á ég aðallega við þær fréttir að GSM símarnir grilla í þér heilann, svona til að gera langa sögu stutta. En sama hversu mikið ég nota GSM símann minn verð ég sjaldann var við tap á heilasellum og ef þessir vísindamenn þykjast vita allt um GSM síma afhverju sanna þeir þetta ekki ég meina fyrst að þeir vita að alheimurinn er endalaus og geta sett menn á tunglið þá hljóta þeir að geta sannað að GSM símar eru óhollir. Ég vil vita hvort að ég sé virkilega að grilla í mér heilann með því að tala í þá eða hvort að það sé hættulaust. En svo vil ég líka spurja hvað með SMSin, eru þau eins lífshættuleg og að halda símanum upp við hausinn þinn daginn inn og daginn út. En ef að þetta væri óhollt, ég meina að milljónir manna nota þessa síma á hverri sekúndu sem líður helduru ekki að einhverjir hafa kvartað aðrir en einhverjir sem voru komnir með varanlegan heilaskadda áður en símarnir voru fundnir upp!!!