Ég trúi ekki mínum eigin augum þegar ég les sumt bullið hérna :)
GSM senda frá sér bylgjur, augljóslega til þess að þú getir talað við einhvern, það er líka hægt að mæla þessar bylgjur. Og þær eru alls EKKI nógu öflugar til þess að hafa einhver áhrif á heilastarfsemina.
Þetta vita allir sem hafa lært eitthvað í eðlisfræði ;)
Þetta með æxlið var “sannað” með því að þeir taka alla þá sem hafa fengið æxli og reyna að finna eitthvað sameiginlegt með þeim. Eins og þið vitið þá eiga því sem næst allir yfir 12 aldri GSM síma og voila, þarna var það. “Sannað” að GSM valdi æxli. Þeim datt ekki í hug afhverju allir hinir á þessum klaka sem tala í GSM hafa ekki fengið æxli. hmm afhverju eru ekki 250.000 mans með æxli hérna á íslandi ;)
Þetta GSM mál er alls ekki vísindalega sannað, en aftur á móti er búið að mæla bylgjurnar og þær eru ekki, eins og ég sagði áðan, nógu sterkar til að hafa áhrif.
Hér er lítil saga um sambærilegt efni fyrir þá sem vilja lesa:
—–
Þetta með að GSM síminn grilli hausinn er eins og sagan frá Noregi eða Svíþjóð, man ekki hvort, þar var sannað að rafmagnskassi, þessi sem þið sjáið oft við göturnar í hverfinu þínu, valdi hvítblæði. Sem var nátturlega bara bull.
En aftur á móti náðu margir að búa til peningamaskínu úr þessu og einn aðili hérna á íslandi græddi dágóðan pening með því að ganga í hús “rafmangsvirknina” og “rafmagnsviðið” með því að ganga með tvo prjóna eins og allar ömmur eiga útum húsið og talaði eitthvað voðlega tæknimál sem var ekkert tæknimál og endaði með að fá fólkið til að krafa snúinn koparvír í garðinum hjá sér. Sem var að sjálfsögðu “lausn” við þetta vandamál. Já snúinn koparvír í garðinn gerir gæfu muninn ;)
———–
Ef þið eruð í einhverjum vafa hringið (með GSM símanum að sjálfssögðu ;)) upp í háskóla og spurjið eða fáið eðlisfræðikennarann ykkar til þess að útskýra þetta.
Bestu Kveðjur
ask | bergur.is