Mikið rosalega er ég nú sammála þér. Ég er búin að vera með gsm síðan sumarið '98 og er sko háð honum. Maður verður alveg eins og vængbrotinn fugl ef maður gleymir honum heima eða þegar hann verður batteríslaus þegar maður getur ekki hlaðið hann.
Og með sms.. úff ég ætla ekki að byrja, en ég er með algjört antipat á þeim, hvað er með fólk nú til dags, fólk getur ekki tjáð sig lengur nema í gegnum sms, e-mail og annað skriflegt.
Ég meina allt í einu að nota þetta stöku sinnum, en sms-fíklar eiga í alvarlegum vandamálum.
Fyrir utan hvað þetta er dýrt !
Þótt ég sé neikvæð á þetta mál þá viðurkenni ég samt að vera háð símanum mínum, en ég er svona samt byrjuð að geta skilið hann eftir heima viljandi ef ég veit að ég er ekkert ómissandi.. sem er kannski ekki oft….
Og hvað er með þetta lið sem svarar símanum í bíó.. það að setja eitthvað dæmi í bíóin þannig að það náist ekki samband inní sölunum!
Niðurstaða: Farsímar eru ekki nauðsyn, allra síst fyrir krakka.. kannski nauðsyn í sumum störfum.
Þú segir að farsímar sé ekki nauðsyn og allra síst fyrir krakka. Það er alveg rétt. Það þarf engin gsm síma við komumst af án hanns fyrir nokkrum árum. En fólk þarf ekki heldur sjónvarp, skartgripi, bíla og svo framvegis. En málið er, hvað eru gsm símar að gera okkur. Hvað gerist öðruvísi þegar að þú ert með síman með þér? Ég sé ekkert neihvætt við þetta. Þetta getur til dæmis sameinað fjölskyldur í nútíma þjóðfélagi, þar sem allir hafa nóg að gera. Maður getur alltaf fundið krakkana, makan eða hvern það nú er.
Nú segja eflaust einhverjir að við ættum að fara að tala saman svo að við gleimum ekki hvernig á að umgangast aðra. TÆKNIN GERIR OKKUR EKKERT SLÆMT! Við erum mannskepnur og það er okkur eðlilegt að nota tækni. Tölvur hjálpa okkur að hugsa, bílar hjálpa okkur að ferðast og farsímar hjálpa okkur að hafa samskipti við aðra. Málið er það að tæknin þróast svo hratt og sumu “eldra fólki ;)” getur fundist erfitt að móttaka tæknina og fynnst krakkarnir vera orðin ósjálfbjarga vegna þessa að þau lifðu ekki eins og þau gerðu {guð hjálpi okkur ef að krakkarnir gerðu það}.
Ef ég væri þið þá myndi ég nú bara kyngja þessu. Enda munu þið fá mikið meiri áhyggjur þegar að AI (gervigreind) kemur.
hehehe…
ég veit að ég er komin á smá flug og kannski komin dálítið útfyrir efnið ;)
0
já en málið er að við þurfum ekki að vera sona háð tækni, tækni gerir okkur ekki gott endilega, það er líka þá hægt að misnota tækni okkur í óhag t.d með persónuvernd það er enginn óhultur lengur með gsm síma það er orðið hægt að finna aðila sem er með síma nú orðið hvar sem hann er staddur..
en samt er ég ekki að segja að við ættum að sleppa tækni alfarið, það er bara hægt að t.d slappa af í sambandi við gsm síma þetta er farið að ganga út í öfgar, þú verður nú að samþykkja það!
0