Ef þú vilt geta rakið þann sem rændi/stal símanum þínum þá kaupiru þér Samsung síma. Þeir eru þeim eiginleikum gæddir að hafa “mobile-tracker” það virkar þannig að þú stillir símann þannig að þegar þjófurinn setur simkortið sitt í símann þá sendir síminn sms frá númeri þjófsins til þess sem þú óskar t.d. vinar eða fjölskyldu. Þá ertu með nr. hjá þjófnum og getur hringt í hann eða jafnvel kært hann til lögreglu.
Þú getur notað Nova kort í hvaða síma sem er, þótt hann sé ekki 3g. Nova vill að v.v. sínir hafi þó 3g síma til að þeir séu tengdir sínu neti. Ef hinsvegar Nova kortið er í 2g síma þá tengistu sendi frá Vodafone eða Tal og þá þarf Nova að greiða afnota fyrir þig sem v.v. af kerfinu þeirra… s.s. kostnaður fyrir Nova.
Slökktu á Bluetooth í símanum þínum ef þú ert ekki að nota það, það sparar rafhlöðuna.
Slökktu á 3g kerfinu í símanum þínum, það sparar rafhlöðuna og þú ert ekki í torveldu sambandi. Þú getur samt sem áður farið á netið í símanum þínum. En nota bene 3g er nánast aðeins fyrir sjónvarpið og myndsímtöl en netið er keyrt öðruvísi.
Uppfærðu sim-kosrtið þitt, það kostar ekkert.
Taktu afrit af símaskránni þinni á minniskubbinn eða færðu hana af símaminninu yfir á sim-kortið, þá glatast hún ekki ef síminn bilar.
Ég get aflæst símanum þínum sé hann keyptur erlendis og þú getur ekki notað hann hér á landi.
Vona að þetta hafi hjálpað.