Sko, það versta er að lögreglan gerir EKKI NEITT!
Þeim er svo mikið skítsama um símann þinn, alveg sama þótt þú hafir týnt honum eða honum hafi verið stolið, þeir hlæja bara að þér ef þú heldur að þú getir náð honum aftur.
En þegar ég týndi mínum síma, þá ætlaði ég vitja hans til lögreglunnar (vonaði að góður borgari einhver hefði skilað honum til lögreglunnar) þá fóru þeir bara að hlæja, rifu kjaft og sýndu mér eitthvað blað þar sem stóð “14 þús GSM símum stolið árlega” eða eitthvað álíka. Ekki beint hlýjast móttökur.
Engin furða að engir símar nást aldrei aftur, löggan reynir ekki einu sinni. En það er víst lítið mál að rekja símana hérna innanlands, löggan bara nennir ekki að pæla í þessu því það er svo mörgum símum stolið árlega.
Mínum síma var stolið á Thomsen, fyrir rúm ári síðan, og reyndar jakkanum mínum, lyklum og veski.
Daginn eftir var veskinu mínu skilað til lögreglunnar, af samviskusömum borgara, en það var búið að strippa allt úr því, nema eitt skilríki sem var hægt að rekja til mín.
Þessi samviskusami borgari hafði séð að veskinu mínu hafði verið fleygt útúr bíl, og hann náði númerinu á þessum bíl og lét lögreglunni það í té.
Ég kærði eiganda bílsins fyrir þjófnað, en viti menn, lögreglan er ekki búinn að gera RASSGAT í þessu máli (ég kærði nóv. 2000). Ég hringdi c.a. 6 sinnum í hana til að athuga stöðuna á þessu, fór upp á lögreglustöð þrisvar sinnum og spjallaði við rannsóknarmanninn, en hann sagðist ekkert vera byrjaður.
Ég hef ekki nennt að sinna því að sparka í rassinn á löggunni síðan þá, og ég er alveg viss um að kæran mín er komin einhversstaðar lengst niðrí geymslu undir tonni af öðrum kærum.
Það er virkilega gaman að vera borga þessa helvítis skatta, og þegar maður þarf virkilega á einhverju halda þá er ekkert gert fyrir mann.
Málið þarf að komast í fjölmiðla áður en það er eitthvað gert! Löggan er prump!