Það er kannski full stóryrt að segja að þessi grein sé lausn á þessu velþekkta vandamáli innan þjóðfélagsins, en hún ætti þó að hjálpa til. :)


Flestir hafa einhvertíman þurft að grípa til þess að senda SMS skilaboð úr farsímanum sínum og eflaust hafa allir fengið skilaboð á hálfgerðu ‘SMS’ dulmáli, fullt af styttingum og með fáa íslenska stafi.
Ef til vill einhvernvegin á þessa leið: ,, Eg er bra gdr en hva segir u? Hrdu var gummi nokkud ad bogga joa? "
Þetta er svosem eðlileg afleiðing þess hversu erfitt er að skrifa á lyklaborði venjulegs farsíma. Fólk sækist eftir því að spara sér tíma í okkar hraða samfélagi.

En ég tók eftir einum möguleika núna fyrir nokkru í ársgamla Nokia farsímanum mínum (Nokia 3220).
Það er nefnilega orðabók í honum sem að ég held að sé í flestum nútíma símum. Einhver hefur kannski rekist á þetta en ekki skilið, eða það kom fyrir mig allavega í fyrstu.
Þessi orðabók er sannkallað undur, nú er ég tvöfalt fljótari að skrifa skeyti og alltaf með topp stafsetningu. :)

Til setja orðabókina á (leiðbeiningarnar virkar líklega ekki á alla síma):
Þegar þú ert kominn inn á formið þar sem þú getur skrifað SMS skeyti, þá ýtirðu á ‘Valkostir (Options)’ og finnur þar ‘Orðabók (Dictionary)’. Síðan, ef að síminn þinn býður upp á það þá velur þú þar ‘Íslenska’
Einnig þá getur þú bara ýtt tvisvar á ‘#’ takkann til að flýta fyrir.

Hvernig hún virkar:

Skoðum fyrst hvernig þú skrifar venjulegt SMS… til að skrifa ‘Sæll. Hvað segir þú gott’ þarftu að ýta á:
7777 222222 555 555 1 44 888 2 33333 7777 33 4 444 777 9999999 88888888 4 666 8 8
En þegar þú notar orðabókina þá er þetta einhvernvegin svona:
7 2 5 5 1 4 8 2 3 7 3 4 4 7 9 8 4 6 8 8

Eins og þið sjáið þá þarf ekki að ýta mörgum sinnum á hvern takka heldur bara einu sinni. Eins og í staðinn fyrir að skrifa ‘S’ með því að ýta fjórum sinnum á ‘7’ þá þarftu aðeins að ýta einu sinni.
Orðabókin virkar samt ekki alveg fullkomlega og stundum koma ekki þau orð sem maður ætlaði að segja, en þá getur maður bara ýtt tvisvar á ‘#’, skrifað það sem vantar og haldið svo áfram.
Einnig þá getur maður skift á milli mögulegra orða með því að ýta á ‘*’ og ef að orðið er ekki til þá getur maður stafað það sjálfur og kennt þannig orðabókinni ný orð.


Ég vona að þið skiljið þetta, því þetta hefur svo sannarlega hjálpað mér við að skrifa SMS skeyti :)
Ég hvet því fólk að athuga hvor það er ekki með eins orðabók í símanum sínum og fikta sig áfram með hvernig hún virkar.
Ef að einhver skilur ekki en hefur áhuga, láttu þá bara athugasemd.

Þessi grein er hugsuð til hjálpar svo vinsamlegast ekki gera athugasemdir um tilgang eða form textans, en ef eitthvað í honum er rangt (samt ekki ef það er bara ykkar skoðun) þá megið þið benda á það. :)

Kveðja, Melu