Sælir
Ég hef verið með Ericsson 520 síma í 2 mánuði og er hann í einu orði sagt frábær ! Ekkert hægt að setja út á hann, einn með öllu.
Meira að segja hægt að minnka letrið þannig að það er hægt að sjá margar línur í einu.
Með smá forriti er hægt að breita venjulegri gif mynd í skjámynd.
Sama er að segja um T39, minni sími,minni skjár með flipa verulega góður, báðir með Bluetoth innbyggðu sem er aljör snilld og nú er að koma mun minni Blátannarbúnaður ( Þráðlaust headsett )sem er smá unit sem maður nælir í kragan á skyrtunni og svo smá snúra upp í headphone-inn.
Nú er ég að testa Nokia 8130 nýjasta GPRS símann frá þeim. Eina sem ég hef gott um hann að segja er að hann er lítill og nettur, en stundum finnst manni hann of lítill, og að hann er með innbyggðu útvarpi sem er brilliant. GPRS-ið er alltaf að frjósa og virkar illa, Síminn sjálfur á ´það til að detta út, upp úr þurru og vegna þessa alls er maður að restarta honum ca. 4 sinnum á dag. Sumsé halfklárað dæmi komið á markað og kostar rúmlega 50 þ. sem er ótrúlega mikið verð.Einnig er sama gamla lookið á skjánum, sama og á t.d. 5110 símanum.
Þannig að ef ég má gefa einkunnir fá:
Ericsson 520 síminn 8 í enkunn ( ekki 10 vegna þess að maður þarf að geima öll símanúmer í símanum sjálfum,þ.e. dowloada þeim af kortinu )
T39 fær líka 8,5 vegna þess að hann er lítill og nettur.
og Nokia 8310 6,5 vegna þess að hann er með innbyggðu útvatpi( annars slefað í 5.
Góðar stundir.