kæra símafólk
ég er frekar lítil símamanneskja, þrjóskaðist lengi við að fá mér gemsa en endaði á að kaupa mér nokia 5110 eins og svo margir. hann átti ég í 2 ár og fílaði mjög vel. loks kom að því að greyið dó, fyrst fór skjárinn að detta út annars lagið og svo bara hvarf hann. eftir smá stund ákvað ég að leyfa honum að deykja óáreittum.
en þá hófst upphafið að nýrri símaleit. ég varð að fá síma sem myndi þola það jafnvel eða helst betur en 5110 að detta í gólfið og helst þurfti hann að búa yfir rakaþoli góðu. mundi ég þá allt í einu eftir einu ericksson síma sem ég hafði séð í bt bæklingi. eftir langa leit keypti ég seinasta eintakið í bænum og var nokk sátt í byrjun.
eftir smá notkun sá ég að hann var ekkert í líkingu við nokia í gæðum. ég held að síminn sé heimskur eða eitthvað. ef ég scrolla í gegnum símaskránna of hratt þá frís hann stundum og stundum slekkur hann á sér. aldrei gerðist þetta fyrir gamla greyið. hann er semsagt ótrúlega SLOW!!! einnig held ég að hann búi í minni sendidrægni eða hvað svo sem það myndi kallast. ég gjörsamlega er aldrei í sambandi, fólk kvartar stöðugt yfir því að talhólfið komi alltaf á. stundum verð ég vör við að ekki næst samband við mig þó að loftnetstáknið á símanum sé kannski í 1/2. frekar duló.
en já málið með þessu mikla þvaðri í mér er að sjá hvort einhver kannist við þessa tregðu í þessum eintökum eða hvort ég sé bara óheppið eintak?? ég hef nebblega ekki fengið það upp úr sölumönnum staðfest að það hafi verið galli í þessari týpu þó ég hafi heyrt því fleygt út í bæ? hve mikið vitið þið kæra símafólk?
víruð hún