Ericsson T65 Ég er að prófa T65 frá Ericsson og hann er frábær.

Hönnunin er verulega flott (mætti halda að Nokia hafi séð um útlitið ;)
Hann er frekar lítill, þunnur og mjög léttur. Efstu takkarnir eru úr glæru plasti og líka platan í kringum skjáinn. Myndin er af gulum síma en ég er með bláann sem er mjög flottur.

Hann er með GPRS (hraðari gagnaflutningur svo Wappið er nothæft!), WAP 1.2.1, Chat, stórum skjá með gráum tónum (ekki bara svart) og margt fleira.

Blái takkinn er til að fara beint í Wappið, mjög sniðugt!

Nú er líka hægt að ná í skjámyndir og hringingar fyrir símanna í gegnum WAP, þetta er eitthvað sem hefur vantað hjá Ericsson en er nú komið!

Notendaviðmótið hjá Ericsson er líka sífellt að batna og er mjög gott í þessum síma. Nokia menn gætu jafnvel vanist því ;)
Það er líka margt í því sem er betra en hjá Nokia.

Hann mun kosta um 30 þúsund svo þetta verður ódyrasti GPRS síminn á markaðnum.