
Önnur myndavélin sem notuð er í svokölluð “video call” tekur upp video í 352x288 pixla upplausn og á MPEG-4 format, en þá geturu talað og séð persónuna á hinum endanum. Hægt er að snúa myndavélinni og skjánum í allar áttir en skjárinn er bara nokkuð stór , 2.1”og með góða upplausn eða 352 x 416 pixla. Þar sem þetta er “samlokusími” er líka skjár framan á en hann er 128 x 128 pixlar.
Rafhlaðan endist í 12 daga ef hann er ekki notaður en 3 tíma á tali.
Netið í N90 er eins og gengur og gerist í 3G símum og er gægt að skoða flestar síður eins og í tölvunni ( burt sé frá skjástærð ). Ég myndi gefa honum einkunnina 7.3.
Ljótt útlit en góð tækni.