Svo er annað sem ég skil ekki, afhverju er svona dýrt að hringja úr íslandssíma í Btgsm??? fyrst að íslandssími er að leigja þeim út farsímakerfið sitt ættu þeir ekki að reyna gera spes díl við þá um að hafa símtöl þarna á milli ódýrari??? Það finnst mér allvegna ekki nema rökrétt.
Íslandsími hefur alltaf verið að reyna höfða meira til fyrirtækja með því að bjóða svona ódýr símtöl á milli síma innan kerfist þeirra en málið er það að fyrirtæki verða líka að fá góða þjónustu og ég sé ekki fram á það að íslandsími geti nokkurntímann veitt slíkt meðan þeir eru með þetta þjónustuver sitt svona eins og það er núna!!
Eitt gott dæmi um lélegu þjónustu þeirra er það að þegar ég var búinn að vera með síma kortið mitt í svona mánuð var hringt í mig mér sagt að ég væri með gallað kort sem ég gæti ekki notað í útlöndum og þeir þurftu að fá að skipta því og láta mig fá annað, ég segi nátturulega bara já við því og ætluðu þeir að borga mér 1000 fyrir vesenið, það tók þá samt alveg 2 vikur að drulla þessu korti til mín. En svo þegar ég var að reyna skrá mig í gluggan stuttu seinna þá byjða þeir um fjóra stafi í puk nr. kortsins og ég stimpla nátturulega inn þetta nýja og ekki virkar það svo ég hringi í “þjónustuverið” og bið þá um að redda þessu og manneskjan sem svaraði sagði já ég geri það og hringi í þig eftir smá stund, svo hringir nátturlega enginn í mig og ég hringi aftur í þá daginn eftir og segi þeim að ég hafi hringt í gær og sú sem svaraði sagist náttulega ekki vita við hvern ég talaði í gær en hún ætlaði að redda þessu og hringja svo í mig… ekkert hringt nátturulega. Eftir þetta hef ég bara forðast það að hringja í þjónustuver þeirra nema í neit því að það gerir ekkert gagn, ekki samt miskilja mig þetta eru ekki einu dæmin um lélega þjónustu sem ég veit um en það tekur bara of langan tíma að þylja það allt upp… :)
Já sem sagt það sem ég hef verið að koma á framfæri hér er bara einfaldlega þetta: EKKI kaupa símakort hjá ÍSLANDSÍMA því þeir SUCKA!!!
Kveðja einn MJÖG óánægður Viðskiptavinur Íslandssíma.
Joi Guðni