Mig langar með þessari grein fjalla svolítið um Íslandssíma og BT-gsm og auglýsingar sem þeir hafa verið með.

1. Íslandssími.

Ég er með nr hjá þeim og þeir eru ekki enn búnir að setja upp reikningarkerfið á vefinn svo maður getur séð hvað það er komið upp í mikið.

Nú ert það svo að hjá Landsíma þá er hægt að fara á netið og hjá Tal að hringja í Þjónustuver til að fá viðkomandi upplýsingar. En ekki hjá Íslandssíma. Þeir segja á heimasíðu að þetta komi eftir 2-3 mán. Ég hringi í Þjónustuver, spyr hvort ég gæti fengið hvað ég skulda.

Hann spyr mig hvort þetta sé fastlínu eða GSM. GSM svara ég, Nei þá er það ekki hægt, og spurði líka um það hvort hægt væri að breyta nr sem ég er með í “FRELSI” nei ekki heldur þannig að maður þarf að kaupa sé sér nr. í Rautt til að vera með frelsi. Þetta finnst mér lélegt hjá þeim, bæði Tal og Landssími bjóða upp á þá þjónustu, sko að breyta.

Er Íslandssími að reyna að höfða bara til fyrirtækja með þessu.

Nú keyrir BT-GSM á sama kerfi og þeir eru með meiri þjónustu. en kort frá Íslandssíma gefur manni.

Er þá verið að segja manni að skipta yfir ??
Þætti fróðlegt að vita það hvort svo sé eða hvort þeir ætli að bjóða sömu og í BT-Gsm t.d eins og BeTri Vini og fl.


2. BT-GSM

Þegar ég skoða þetta þá finnst mér að þetta sé ruglandi verðskrá.

Fram kemur og þetta er þetta tekið af vef BT-gsm:
Dagtaxti

Hringt í Verð á mínútu
BTGSM 8.99 kr.
Íslandssími fastlína 15.99 kr.
Landsíminn fastlína 15.99 kr.
Tal GSM 19.99 kr.
Landsíminn GSM 21.99 kr.
Reiki innanlands 21.99 kr.
Íslandssími GSM 19.99 kr.

Að það skyldi kosta tæplega 20 kr að hringja í Íslandssíma notenda. þótt þetta sé keyrt á kerfi Íslandssíma.

Er þá BT-GSM alveg sér þó að það noti, dreifikerfi Ísl-síma.

Með von um góð svör og umræður.

Seppi.