Er búinn að taka eftir því að rakaskemmdir eru heitt málefni hérna á farsímaáhugamálinu.
Án þess að vera að verja afsakanir símafyrirtækjanna, þá er hæglega hægt að rakaskemma farsíma og önnur raftæki með því að einfaldlega kæla þá. Skilja þá eftir úti í bíl, hafa þá nærri opnum glugga, vera með þá í ytri vasa þegar maður gengur úti o.s.frv.
Flestir ættu að kannast við það að þegar síminn hefur kólnað af eitthverjum orsökum þá verður skjárinn svona “sljór”, maður kallar fram valmynd og í stað þess að hún komi strax, þá gufar hún svona hægt inn. Það er þá sem að síminn er kominn í hættu.
Það sem gerist er að litlar vatnsagnir setjast í og á símann í kulda, svo fer maður með símann aftur í hita og þá þéttist allt klabbið og verður að dögg inni í símanum.
Til þess að fyrirbyggja að farsími verði fyrir slíkum skemmdum á auðvitað að halda honum frá því að ofkælast svona og þegar maður er úti er best að geima símann í innri vasa (vasa sem liggur innan á flíkinni) þar sem líkaminn heldur á honum hita.
-Jú, það er meira vesen að taka símann upp úr innri vösum, en það er skárra en að eyðileggja hann.
Bara svona að benda á að maður þarf ekki að hafa farið með símann með sér í sturtu til þess að rakaskemma hann. En sjálfur hef ég sterkan grun um að símafyrirtækin ofnoti þessa dánarorsök farsímanna sér til hagnaðar. En á hinn bóginn efast ég um að símaviðgerðarfólk fái eitthvað hærri laun fyrir að ljúga upp á síma rakaskemmdum. Það væri ekki nema það væri allt í lagi með símanna og þeir græddu svo á því að selja þá sjálfir.
Bara svona til þess að vera viss um að það sé ekki að gerast, þá á maður alltaf að taka símann aftur til baka (sama í hvaða ástandi hann er), jafnvel bara til þess að fara með hann í næstu ruslafötu.