:-(
Hvernig er þetta, ætlar þetta aldrei að taka enda?
Setti í félagi við aðra smá pening í þetta batterí og þeir peningar eru að hverfa!
Þetta sem átti að vera svo gott fyrirtæki með allt mögulegt meira og betra en aðrir, en það var ekkert talað um að þeir ætluðu að láta peningana okkar hverfa - eru þetta svik og prettir eða hvað!
Islandssími kom með fögur fyrirheit og til okkar með ósk um að maður léti þeim í té fjármuni og svo myndi þeir sjá um sama og bankarnir gera, það er að ávaxta peningana mans, en sjá hvað gerist - þeir hverfa, og það langtum hraðar en nokkurn óraði fyrir. Er það næsta sem við fréttum að þeir séu bara farnir á hausinn :-( Maður ætti kanski bara að setja í gang fjöldann allan af áskriftum og svo kanski sleppur maður við að borga ef gjaldþrot verður niðurstaðan !!!
Það verður gaman að heyra hverslags “skýringar” koma á föstudag frá þeim til að breiða yfir þetta klúður. Jæja, en ég get ekki gert mikið annað en að vona það besta svo peningarnir okkar komi, kanski, aftur til baka.

En hérna er greinin sem setta þetta af stað hjá mér, sá þetta á mbl.is í dag (18/7)
…………………………
Enn lækkar Íslandssími

Gengi hlutabréfa í Íslandssíma hélt áfram að lækka á Verðbréfaþingi Íslands í gær og var lokagengi dagsins 3,65. Hefur félagið því lækkað um 58,29% frá útboði til almennings.

Í hálf fimm fréttum Búnaðarbankans í gær er bent á það, að miðað við þetta gengi sé markaðsverðmæti félagsins rúmir 2,1 milljarður en eigið fé félagsins er nú um 2,6 milljarðar króna án tillits til þess taps sem félagið varð fyrir á síðasta ársfjórðungi. Í rekstraráætlun félagsins sem birt var í útboðslýsingu dags. 14. maí var gert ráð fyrir 130 millj. króna tapi á öðrum ársfjórðungi. “Vegna ónákvæmra upplýsinga í afkomuviðvöruninni er erfitt að henda reiður á hvert raunverulegt tap á tímabilinu var og þar með hvaða fjárhæð kemur til frádráttar á eigin fé við hálfsársuppgjör. Hins vegar má gera ráð fyrir að markaðsvirði Íslandssíma sé komið nálægt eigin fé fyrirtækisins,” að því er fram kemur í hálf fimm fréttum Búnaðarbankans.

Á föstudag á Íslandssími að skila greinargerð til Verðbréfaþings með skýringum á þeim frávikum sem komið hafa fram frá því að útboðslýsing Íslandssíma var gefin út. Skýringar þurfa að vera ítarlegri en komi fram í afkomuviðvöruninni sem félagið sendi frá sér í síðustu viku.
…………………………