Fyrir þremur árum þá gekk ég inn í verslun ogvodafone í smáralindinni og keypti mér minn fyrsta síma. Það var Nokia sími. Hann var bæði vatns- og höggheldur. Hann var ekki með myndavél og ekki með litaskjá. Það eina skemmtilega sem var í honum að mínu mati voru leikirnir sem ég spilaði töluvert á þessum tíma. Hann virkaði sem skildi og bilaði aldrei þar til um hálfu ári eftir að síminn var keyptur. Þá lenti ég í útistöðum í skólanum og fékk spark í vasann, beint í símann. Tíu mínutum síðar tók ég upp símann og sá mér til hryllings að skjárinn hafði brotnað, meiri höggheldnin það!
Nokkrum dögum síðar lá leið mín í Smáralind til þess að kaupa nýjan farsíma í verslun OgVodafone. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að kaupa mér Nokia 3300 síma sem kostaði 19.900. Hann var algjör lúxus miðað við gamla símann. Hann var með myndavél, útvarpi og að sjálfsögðu litaskjá. Það var alltaf eitthvað vesen með þennan síma. “Please insert sim” voru villuboð sem ég sá nánast daglega! Hann entist ekki lengi og nokkrum mánuðum eftir að ég fékk hann þá bilaði hann. Ég fó með hann í verslun Ogvodafone og bað þá um að líta á hann. Þeir sögðu við mig að síminn væri rakaskemmdur(sem ég trúi ekki eftir að hafa lesið síðustu grein hérna).
Svo núna fyrir nokkru síðan fékk ég mér Sony Ericsson T630 á 10.000. Hann er með myndavél og öllum fínustu græjum. Ég vona að hann endist lengur en hinir símarnir mínir!
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.