Sala á farsímum hefur dregist saman í Hollandi eins og annars staðar og fyrirtækið Tring, sem selur ýmsan fjarskiptabúnað, ákvað að reyna að hressa upp á söluna með því að bjóða viðskiptavinum, sem kaupa Nokia-síma og áskrift hjá KPN Telecom, ókeypis titrara í kaupbæti! Þetta var auglýst í slúðurblaði í Amsterdam undir yfirskriftinni: “Innilegar samræður”.
Fulltrúar KPN og Nokia voru ekkert hrifnir af því að kynlífsleikföng væru tengd vörumerkjum sínum og sagði talsmaður KPN að óskað hefði verið eftir því við fyrirtækið að það hætti þessari markaðsstarfsemi.
Talsmaður Tring sagði að fyrirtækið hefði ákveðið að hætta auglýsingaherferðinni þótt tilboðið myndi gilda út mánuðinn.
“Salan hefur verið dræm, svo við töldum okkur þurfa á einhverju sérstöku að halda. …Við erum ekki aðeins að nota kynlíf til að selja því þessi vara er sérlega vel hönnuð,” sagði hann og bætti við að tilboðið hefði ekki haft merkjanleg áhrif á söluna.
Ég var ekki viss hvort ég ætti að setja þetta hér eða á kynlíf, ákvað á leyfa ykkur að heyra þetta :)
Just ask yourself: WWCD!