
Ericsson T20e er með 1150 milliampera Lithium rafhlöðu á móti 900 milliampera NI-MH rafhlöðu. Ég hef látið T20e síma endast í viku með því að nota hann spart. Báðir símarnir hafa WAP, reiknivél, vekjaraklukku, skeiðklukku, móttöku og sendingu á hringitónum, leiki, Chat, raddstýrða hringingu og sitthvað fleira sem ég er að gleyma.
Skjár T20e símans er minni en á 3330, 3 línur á móti 4-5, en er mjög vel nýttur, þannig að stærðin kemur ekki að mjög að sök.
Yfir allt verð ég að segja að mér fynnst Ericsson T20e falla í skuggann fyrir Nokia 3330 algerlega að ósekju. Hann hefur öflugri rafhlöðu, er mjög þægilegur í notkun, er minni og honum fylgir lítil ól sem auðveldar konum að finna hann í troðnum handtöskum. ;)
Áður fyrr var mjög auðvelt að leiðbeina fólki að kaupa sér nýjann GSM síma. Maður teymdi það að Nokia rekkanum og kláraði dílinn á nokkrum mínútum. Það er líka hægt að gera þetta í dag, en Ericsson rekkinn er í dag fullt eins góður. Þannig að ef þú ert að pæla í að kaupa þér nýjann síma skaltu að minnsta kosti skoða Ericsson T20e áður en þú ákveður hvað þú tekur. Þú munt örugglega ekki sjá eftir því!
Hver er svo boðskapurinn í þessari grein? Nokia eru kóngarnir í farsímabransanum í dag. Bilið á milli þeirra og hinna er hinsvegar orðið geysilega stutt á ýmsum sviðum og stundum getur borgað sig að skoða vel það sem samkeppnisaðilarnir bjóða upp á.
Motorola eru til dæmis að kynna mjög sterka línu af nýjum símum í sumar.