Nýr Nokia Nokia-farsími loks með litaskjá


Nokia
9210 frá Nokia er væntanlegur á markað.


Finnski fjarskiptatækjaframleiðandinn Nokia hyggst á næstu dögum senda frá sér nýjan GSM-síma sem býr yfir mörgum eiginleikum lófatölva. Um er að ræða tegund sem nefnist 9210 og er næsta kynslóð á eftir 9110 sem kom á markað fyrir nokkrum árum. 9210, sem styður Symbian-stýrikerfið, býr yfir fjölmörgum nýjum eiginleikum. Hann er með litaskjá (4096 litum), hægt er að senda tölvupóst með símanum (Lotus Mobile Notes), nota Word, töflureikni og myndrita (Fax). Þá er hann með margmiðlunarkort sem gerir notanda mögulegt að hlaða tónlist og myndskeiðum í símann og sækja WAP-síður og HTML-síður.
Þá býr Nokia 9210 yfir SyncML-samskiptastaðli en þannig er hægt aðsækja póst og dagskinnu úr tækjum yfir í símann. Jafnframt er síminn með hátalara og því hægt að nota hann á fundum. Flugfarþegar geta einnig notað lófatölvuhluta símans í flugi því hann sendir ekki frá sér útvarpsbylgjur. Ólafur Birgisson innkaupastjóri Íslandssíma sagði að síminn, sem er sá fyrsti með litaskjá í Evrópu, komi í sölu á næstunni og kvaðst búast við að hann yrði seldur á rúmlega 100 þúsund krónur. 9210 er 244 grömm að þyngd og taltími er 4-10 klukkustundir, samkvæmt upplýsingum framleiðanda. Þá styður 9210 bæði 900 og 1800 GSM-kerfin.

Þetta er copy/pastað af mbl.is
Talbína